EIKÞYRNIR
Eikþyrnir býður upp á krem, sápur og kerti sem eru gerð úr hreindýratólg og nærandi olíum.
Með sjálfbærri framleiðslu er lögð áhersla á að nýta þessa dýrmætu aukaafurð hreindýranna.
Vörurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir kalt loftslag og veita húðinni vernd gegn frostinu – fullkomið fyrir íslenska veturinn!
Eikþyrnir offers creams, soaps and candles made from reindeer tallow and nourishing oils.
With sustainable emphasis on utilizing this valuable by-product of the reindeer.
The products are specially designed for cold climates and provide skin protection against frost – perfect for the Icelandic winter!
Bestsellers
Af hverju hreindýr?
Hreindýratólg er frábært efni í húðvörur vegna ríkrar sametningar fitusýra, vítamína og næringarefna sem líkjast mjög náttúrulegum olíum húðarinnar. Vörurnar eru hannaðar til að vernda húðina í köldu loftslagi.
Why reindeer?
Reindeer tallow is an excellent ingredient in skin care products because of its rich concentration of fatty acids, vitamins and nutrients that closely resemble the skin's natural oils. Designed to protect and restore, our reindeer tallow skincare thrives in cold climates, keeping your skin nourished and resilient year-round.
Kerti
Notkun dýrafitu í kertaframleiðslu getur hjálpað til við a draga úr sóun, þar sem verið er að fullnýta aukaafurð kjötvinnslu sem annars færi í urðun. Tólgin er nánast lyktarlaus og hefur hátt bræðslumark sem gerir hana tilvalda til notkunar í kerti. Hreindýrakerti brenna hægt og jafnt og þau framleiða lítið sót.
Candles
Using animal fat in candle making can help reduce waste, as it makes full use of the by-products of meat processing that would otherwise go into landfill. Tallow has a high melting point, making it ideal for use in candles. Reindeer candles burn slowly and evenly and produce little soot.
Krem og sápur
Hreindýratólg er frábært efni í húðvörur vegna ríkrar samsetningar fitusýra, vítamína og næringarefna sem líkjast mjög náttúrulegum olíum húðarinnar. Hreindýratólgin getur hjálpað til við að halda húðinni rakri og mjúkri og hefur að auki bólgueyðandi eiginleika sem geta hjálpað til við að róa húðina og unnið á exemi.
Creams and soaps
Reindeer tallow is a great ingredient for skin care products due to its rich composition of fatty acids, vitamins, and nutrients that closely mimic the skin's natural oils. Reindeer tallow can help keep skin moisturized and soft, and also has anti-inflammatory properties that can help soothe the skin and treat eczema.
“Búin að prófa sjampó sápuna, hún er geggjuð - mæli með🫶🏻”
[Valgerður Frímann]
“Geggjuð hársápan og dagkremið”
[Hsigurlaug]
“Awesome!”
[klikkada]
Um okkur
Eftir nám í skapandi sjálfbærni við Hallormsstaðarskóla vaknaði sú hugmynd að búa til vörur úr hreindýratólg. Þetta er lítið notuð auðlind sem hefur hingað til farið í urðun. Tólgin er einstaklega nærandi og því tilvalin í húðvörur.
Allar vörurnar eru öryggisvottaðar samkvæmt EB reglugerðinni.
About us
After studying creative sustainability at Hallormsstaðarskóli (east-Iceland) the idea arose to create products from reindeer tallow. This is a little-used resource that has so far gone to landfill. The tallow is exceptionally nutritious and therefore ideal for skin care.
All products are safety certified according to the EC regulation.
Add comment
Comments